NBA í nótt: Miami lagði Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2008 11:52 Dwyane Wade hafði betur í baráttunni við Kobe Bryant í nótt. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat gerði sér lítið fyrir og vann sigur á LA Lakers á heimavelli í NBA-deildinni í nótt, 89-87. Alls fóru tólf leikir fram í nótt. Dwyane Wade átti mjög góðan leik og skoraði 35 stig auk þess sem hann og Joel Anthony náðu að koma í veg fyrir að Lakers jafnaði metin á lokasekúndum leiksins með frábærum varnarleik. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan en þetta var aðeins fjórða tap Lakers á tímabilinu sem hefur unnið alls 21 leik.Boston vann Chicago, 126-108, og þar með sinn sautjánda sigur í röð. Ray Allen var með 27 stig og Kendrick Perkins 25 sem er persónulegt met hjá honum. Ef Boston vinnur næsta leik sinn í deildinni jafnar liðið félagsmetið um flesta sigurleiki í röð.Philadelphia vann Washington, 109-103. Lou Williams átti góðan leik og skoraði 26 stig og þeir Andre Iguodala og Thaddeus Young bættu við átján hvor.Atlanta vann Golden State, 115-99. Flip Murray skoraði 20 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Marvin Williams var þó stigahæstur leikmanna Atlanta með 22 stig og Joe Johnson bætti við nítján.Oklahoma vann Toronto, 91-83, og þar með sinn fyrsta sigur í síðustu tólf leikjum liðsins. Kevin Durant skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við nítján. Chris Bosh skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Toronto.LA Clippers vann Indiana, 117-109. Zach Randolph var með 34 stig og sextán fráköst en leikurinn var tvíframlengdur. Al Thornton bætti við 25 stigum, Marcus Camby 20 og Baron Davis átján. Jarret Jackson skoraði 27 stig fyrir Indiana.Houston vann Sacramento, 107-96. Yao Ming skoraði 30 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Luis Scola var með 23 stig og Tracy McGrady átján.Utah vann Detroit, 120-114. Deron Williams var með 29 stig en leikurinn í nótt var tvíframlengdur. Þetta var sjöundi sigur Utah í röð gegn Detroit.Charlotte vann Memphis, 112-83. Boris Diaw skoraði 26 stig og tók tíu fráköst og Emeka Okafor bætti við 25 stigum.New Jersey vann Dallas, 121-97. Devin Harris átti mjög góðan leik og skoraði 41 stig og þrettán stoðsendingar. Jason Kidd, leikmaður Dallas, lék með New Jersey í sex og hálft ár og náði ekki að sýna sitt besta gegn sínu gömlu félögum.Milwaukee vann New York, 105-81. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem vann þar með sinn þriðja sigur gegn New York á tímabilnu. Cleveland vann Denver, 105-88. LeBron James 33 stig, Zydrunas Ilgauskas 23 og Delonte West 22. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Miami Heat gerði sér lítið fyrir og vann sigur á LA Lakers á heimavelli í NBA-deildinni í nótt, 89-87. Alls fóru tólf leikir fram í nótt. Dwyane Wade átti mjög góðan leik og skoraði 35 stig auk þess sem hann og Joel Anthony náðu að koma í veg fyrir að Lakers jafnaði metin á lokasekúndum leiksins með frábærum varnarleik. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan en þetta var aðeins fjórða tap Lakers á tímabilinu sem hefur unnið alls 21 leik.Boston vann Chicago, 126-108, og þar með sinn sautjánda sigur í röð. Ray Allen var með 27 stig og Kendrick Perkins 25 sem er persónulegt met hjá honum. Ef Boston vinnur næsta leik sinn í deildinni jafnar liðið félagsmetið um flesta sigurleiki í röð.Philadelphia vann Washington, 109-103. Lou Williams átti góðan leik og skoraði 26 stig og þeir Andre Iguodala og Thaddeus Young bættu við átján hvor.Atlanta vann Golden State, 115-99. Flip Murray skoraði 20 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Marvin Williams var þó stigahæstur leikmanna Atlanta með 22 stig og Joe Johnson bætti við nítján.Oklahoma vann Toronto, 91-83, og þar með sinn fyrsta sigur í síðustu tólf leikjum liðsins. Kevin Durant skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við nítján. Chris Bosh skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Toronto.LA Clippers vann Indiana, 117-109. Zach Randolph var með 34 stig og sextán fráköst en leikurinn var tvíframlengdur. Al Thornton bætti við 25 stigum, Marcus Camby 20 og Baron Davis átján. Jarret Jackson skoraði 27 stig fyrir Indiana.Houston vann Sacramento, 107-96. Yao Ming skoraði 30 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Luis Scola var með 23 stig og Tracy McGrady átján.Utah vann Detroit, 120-114. Deron Williams var með 29 stig en leikurinn í nótt var tvíframlengdur. Þetta var sjöundi sigur Utah í röð gegn Detroit.Charlotte vann Memphis, 112-83. Boris Diaw skoraði 26 stig og tók tíu fráköst og Emeka Okafor bætti við 25 stigum.New Jersey vann Dallas, 121-97. Devin Harris átti mjög góðan leik og skoraði 41 stig og þrettán stoðsendingar. Jason Kidd, leikmaður Dallas, lék með New Jersey í sex og hálft ár og náði ekki að sýna sitt besta gegn sínu gömlu félögum.Milwaukee vann New York, 105-81. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem vann þar með sinn þriðja sigur gegn New York á tímabilnu. Cleveland vann Denver, 105-88. LeBron James 33 stig, Zydrunas Ilgauskas 23 og Delonte West 22.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira