Sport

Chagaev kemur í stað Haye og mætir Klitschko í júlí

Ómar Þorgeirsson skrifar
Risinn Valuev og Chagaev.
Risinn Valuev og Chagaev. Nordicphotos Gettyimages

Bretinn David Haye varð að draga sig úr fyrirhuguðum bardaga gegn Wladimir Klitschko en talsmenn úrkraínumannsins hafa staðfest að Ruslan Chagaev, fyrrum WBA meistari frá Úsbekistan, muni að öllu óbreyttu stökkva fram fyrir Haye í goggunarröðinni.

„Bardagi við Haye er enn inni í myndinni en næsta verkefni Klitschko er bardagi gegn Chagaev. Við vildum fyrst berjast í mars eða apríl þannig að seinkun frá júní til júlí til að mæta Haye er ekki inni í myndinni hjá okkur,"segir Bernd Boente þjálfari Klitschko.

Það á reyndar alveg eftir að ráðast hvort að Chagaev verði klár í slaginn í byrjun júlí gegn Klitsschko því hann féll á læknisskoðun fyrir fyrirhugaðan bardaga gegn rússneska risanum Nicolay Valuev sem átti að fara fram í lok maí.

Valuev var einmitt einnig orðaður sem líklegur andstæðingur Klitschko á dögunum en Chagaev vann Valuev í bardaga þeirra árið 2007 og því talinn „stærri" andstæðingur en Valuev sem er aftur á móti höfðinu hærri en Chagaev.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×