Innlent

Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar

MYND/GVA

Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður.

Á milli 4 og 5 þúsund börn í 2. til 4. bekk setjast á skólabekk í Reykjavík eftir helgina, og auðvitað þúsundir annarra. Nokkrar breytingar verða þó hjá þessum hópi að þessu sinni. Undanfarin ár hafa börnin fengið kennslu í 35 stundir á viku, en til að spara peninga á að fækka þessum stundum í 30, sem er lögbundinn kennslutími.

Í 13 skólum í höfuðborginni breytist upphafstími kennslu hjá þessum krökkum. Allt frá því að seinka um 10 mínútur frá í fyrra og allt upp í 50 mínútur. Í meirihluta skóla verða engar breytingar á upphafi kennslu, en skóladagurinn styttist í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við krökkum á þessum aldri, en þegar síðast fréttist vantaði enn um 100 manns til starfa þar og mörg hundruð börn á biðlista.

Fréttastofu er kunnugt um að í sumum skólum eru um þessar mundir send bréf til foreldra um skipulag vetrarins. Þetta kemur þeim sumum á óvart. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri segir að þetta eigi að hafa verði kynnt vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×