Hamilton stefnir á sigur á Spáni 19. ágúst 2009 14:49 Lewis Hamilton hefur bara fagnað einum sigri á árinu og það var í síðustu keppni. McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia
Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira