Viðskipti erlent

Unnið að sjónvarpsmynd um Lehman Brothers

BBC vinnur nú að sjónvarpsmynd um gjaldþrot Lehman Brothers og er hún á dagskrá í október.

Fall bankans í september á síðasta ári markaði tímamót í fjármálakreppunni og eyddi endanlega traustinu á milli fjármálastofnana á alþjóðamörkuðum, en hrun bankans hafði meðal annars áhrif á endurfjármögnunarmöguleika íslensku bankanna þriggja.

Myndin á að heita "Síðustu dagar Lehman Brothers" og verður kastljósinu beint að fyrrverandi forstjóra bankans, Richard Fuld, þegar hann reyndi á síðustu metrunum án árangurs að landa björgunarpakka fyrir bankann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×