Enski boltinn

Kjær vildi ekki fara til Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Daninn eftirsótti, Simon Kjær hjá Palermo, hefur neitað því að fara til Man. City en enska félagið var til í að greiða 18 milljónir punda fyrir þennan sterka varnarmann.

Hermt er að Palermo hafi tekið freistandi tilboði City en Daninn tvítugi vildi ekki fara. Hann vill ekki skoða sín mál fyrr en eftir HM í sumar.

Þess utan hefur hann verið orðaður við Man. Utd og Daninn ku vera spenntari fyrir því að fara þangað en til nágrannanna í City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×