Sport

Valdís Þóra á eitt högg hjá konunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi er í forystu í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Grafarholti í gær.

Valdís Þóra lék holurnar átján á 74 höggum í dag eða þremur höggum yfir pari en hún hélt forustunni þrátt fyrir að tapa fjórum höggum á síðustu fjórum holunum. Í öðru sæti er Ásta Birna Magnúsdóttir úr Keili sem lék á 75 höggum.

„Ég er ánægð með spilið hjá mér fyrir utan síðustu fjórar holurnar. Ég var að spila mjög traust golf og þetta var mjög þægilegt hjá mér í dag því ég var ekki í neinum vandræðum," sagði Valdís Þóra sem segir síðustu fjórar holurnar geta verið erfiðar.

„Það þarf að spila þessar síðustu holur rétt," segir Valdís Þóra sem var einu höggi undir pari eftir fyrstu fjórtán holurnar.

„Ég ætla að reyna að setja annan daginn svipað upp nema ekki fá þessa skolla í lokin. Þá ætti ég að vera í góðum málum. Þetta er samt mjög jafnt þannig að það getur allt gerst," sagði Valdís Þóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×