Raikkönen til McLaren og Alonso til Ferrari 28. september 2009 09:52 Alonso og Massa verða saman hjá Ferrari á næsta ári, en Raikkönen fer aftur til McLaren. mynd: Getty Images Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári. Mikið hefur verið rætt og ritað um það að Alonso fari til Ferrari, en nú virðast teikn á lofti þess efnis að ráðhagurinn verði tilkynntur á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir tilkynningu þess efnis líklega á næstu dögum. Felipe Massa verður áfram ökumaður Ferrari og ekur á móti Alonso. Raikkönen starfaði í fimm ár með McLaren, en yfirgaf liðið til að vinna með Ferrari. Vist hans hefur ekki verið sérlega ábatasöm fyrir Ferrari og Raikkönen leiddist hreinlega meirihluta síðasta árs. Svo hefur bíllinn ekki virkað sem skyldi í ár. Raikkönen mun aka á móti Lewis Hamilton með McLaren og Nobert Haug hjá McLaren Mercedes segir að það verði ekki vandamál að tvær stórstjörnur vinni hjá McLaren. Liðið réð þó illa við að höndla Alonso og Hamilton árið 2007. Sjá meira um málið Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári. Mikið hefur verið rætt og ritað um það að Alonso fari til Ferrari, en nú virðast teikn á lofti þess efnis að ráðhagurinn verði tilkynntur á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir tilkynningu þess efnis líklega á næstu dögum. Felipe Massa verður áfram ökumaður Ferrari og ekur á móti Alonso. Raikkönen starfaði í fimm ár með McLaren, en yfirgaf liðið til að vinna með Ferrari. Vist hans hefur ekki verið sérlega ábatasöm fyrir Ferrari og Raikkönen leiddist hreinlega meirihluta síðasta árs. Svo hefur bíllinn ekki virkað sem skyldi í ár. Raikkönen mun aka á móti Lewis Hamilton með McLaren og Nobert Haug hjá McLaren Mercedes segir að það verði ekki vandamál að tvær stórstjörnur vinni hjá McLaren. Liðið réð þó illa við að höndla Alonso og Hamilton árið 2007. Sjá meira um málið
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira