Segir Gunnar Birgisson hafa blekkt FME 22. júní 2009 05:00 Flosi Eiríksson segir að á tímabilinu frá október og fram í desember 2008 hafi Gunnar Birgisson ákveðið að villa um fyrir FME.fréttablaðið/stefán „Eftir að stjórnin var kærð fyrir villandi upplýsingagjöf, á föstudaginn var, fór ég ítarlega yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós að út- og afborgunum á lánum til Kópavogsbæjar hefur með vísvitandi hætti verið hagað þannig að gögn um þær komu ekki fram í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnar-maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem Flosi sendi frá sér í gær sakar hann Gunnar I. Birgisson, stjórnarformann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) án vitneskju annarra stjórnarmanna í sjóðnum. Fjármálaeftirlitið kærði á föstudag stjórn LSK til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Sagt var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að hlutfall lánveitinga af eignum LSK til Kópavogsbæjar hafi farið allt upp í tuttugu prósent, en leyfilegt hámark samkvæmt lögum er tíu prósent. Á föstudag varði stjórn LSK lánveitingarnar með þeim rökum að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðsfélaga hefði verið að ávaxta laust fé til skamms tíma hjá Kópavogsbæ. Flosi segir þær upplýsingar ekki hafa reynst réttar við nánari skoðun. „Stjórnin sendi FME skýrslu í október 2008, þar sem fram kom að Kópavogsbæ hefðu verið lánaðir þessir peningar til skamms tíma. Í skýrslum í desember og mars var ákveðið að láta það ekki koma fram, og með því ákváðu þeir sem skila þessum skýrslum að blekkja FME,“ segir Flosi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, segir að eftir að hafa legið yfir gögnum málsins frá því fyrir helgi taki hann undir frásögn Flosa að öllu leyti. Gunnar Birgisson vísar ásökununum á bug. „Flosi og Ómar verða að eiga þetta við sig. Það var ekki verið að blekkja neinn stjórnar-mann, það er bara rugl. Allir stjórnarmenn fengu að lesa yfir öll bréf sem voru send til FME. Þeim var kunnugt um þetta og samþykktu þá leið sem farin var.“ Gunnar segist hafa orðið undrandi þegar fjármálaráðherra vék stjórn sjóðsins frá á föstudag. „Þann 19. maí áttum við fund með FME þar sem við gerðum munnlegt samkomulag um að við fengjum tíma til 31. júlí til að ganga frá málinu. Það var enginn glæpur framinn. Það var einfaldlega verið að hámarka ávöxtun af fjármögnun sjóðsins fyrir þann aðila sem ber ábyrgð á honum, sem er Kópavogsbær,“ segir Gunnar Birgisson. Sigrún Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri LSK, vildi ekki tjá sig um málið í gær. kjartan@frettabladid.is gunnar birgisson flosi eiríksson ómar stefánsson Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Eftir að stjórnin var kærð fyrir villandi upplýsingagjöf, á föstudaginn var, fór ég ítarlega yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós að út- og afborgunum á lánum til Kópavogsbæjar hefur með vísvitandi hætti verið hagað þannig að gögn um þær komu ekki fram í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnar-maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem Flosi sendi frá sér í gær sakar hann Gunnar I. Birgisson, stjórnarformann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) án vitneskju annarra stjórnarmanna í sjóðnum. Fjármálaeftirlitið kærði á föstudag stjórn LSK til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Sagt var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að hlutfall lánveitinga af eignum LSK til Kópavogsbæjar hafi farið allt upp í tuttugu prósent, en leyfilegt hámark samkvæmt lögum er tíu prósent. Á föstudag varði stjórn LSK lánveitingarnar með þeim rökum að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðsfélaga hefði verið að ávaxta laust fé til skamms tíma hjá Kópavogsbæ. Flosi segir þær upplýsingar ekki hafa reynst réttar við nánari skoðun. „Stjórnin sendi FME skýrslu í október 2008, þar sem fram kom að Kópavogsbæ hefðu verið lánaðir þessir peningar til skamms tíma. Í skýrslum í desember og mars var ákveðið að láta það ekki koma fram, og með því ákváðu þeir sem skila þessum skýrslum að blekkja FME,“ segir Flosi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, segir að eftir að hafa legið yfir gögnum málsins frá því fyrir helgi taki hann undir frásögn Flosa að öllu leyti. Gunnar Birgisson vísar ásökununum á bug. „Flosi og Ómar verða að eiga þetta við sig. Það var ekki verið að blekkja neinn stjórnar-mann, það er bara rugl. Allir stjórnarmenn fengu að lesa yfir öll bréf sem voru send til FME. Þeim var kunnugt um þetta og samþykktu þá leið sem farin var.“ Gunnar segist hafa orðið undrandi þegar fjármálaráðherra vék stjórn sjóðsins frá á föstudag. „Þann 19. maí áttum við fund með FME þar sem við gerðum munnlegt samkomulag um að við fengjum tíma til 31. júlí til að ganga frá málinu. Það var enginn glæpur framinn. Það var einfaldlega verið að hámarka ávöxtun af fjármögnun sjóðsins fyrir þann aðila sem ber ábyrgð á honum, sem er Kópavogsbær,“ segir Gunnar Birgisson. Sigrún Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri LSK, vildi ekki tjá sig um málið í gær. kjartan@frettabladid.is gunnar birgisson flosi eiríksson ómar stefánsson
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira