Íslenski boltinn

16-liða úrslit VISA-bikarsins - FH fer til Eyja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eyjmaenn fá Íslandsmeistara FH í heimsókn.
Eyjmaenn fá Íslandsmeistara FH í heimsókn. Mynd/Daníel

Í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit VISA-bikars karla. Tvær úrvalsdeildarrimmur eru í næstu umferð keppninnar.

FH sækir ÍBV heim og Fram fær Grindavík í heimsókn. Bikarmeistarar KR fara síðan í Garðinn þar sem liðið sækir Víði heim.

Drátturinn í 16-liða úrslitunum:

Fram - Grindavík

Breiðablik - Höttur

ÍBV - FH

Fylkir - Fjarðabyggð

Valur - KA

Víðir - KR

HK - Reynir

Keflavík - Þór

Leikirnir fara fram 5. og 6. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×