Lífið

Erna meðal andfætlinga

listdans Úr nýju verki Ernu Ómars­dóttur sem húnn vann fyrir Chunky Move, einn helsta listdansflokk Ástralíu.
Mynd/Melbourne Arts Festival
listdans Úr nýju verki Ernu Ómars­dóttur sem húnn vann fyrir Chunky Move, einn helsta listdansflokk Ástralíu. Mynd/Melbourne Arts Festival

Hinum megin á hnettinum hefur Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, verið að vinna við danssmíði og frumsköpun. Það hefur hún gert í samstarfi við Damien Jalet og tókst svo til að þau sömdu og sýndu nýtt verk, Black Marrow, Svartamerg, þann 20. október á hinni virtu og öldnu listahátíð í Melbourne. Var verkið á dagskrá hátíðarinnar og fékk það stórgóðar viðtökur. Uppselt var á allar sex sýningarnar í 500 manna sal Malthouse Theater.

Svartimergur var samið fyrir sex dansara Chunky Move, sem er einn einn helsti danshópur Melbourne. Tónlistin er eftir Ben Frost og leikmynd og búningar eftir Alexöndru Mein. Í einu stærsta dagblaði Ástralíu, The Australian, segir meðal annars um sýninguna: „Verkið er sannfærandi og verulega frumlegt dansleikhús sem kannar frumeðlið innan okkar sameiginlegu minninga, helgisiða og líffræði.

Átakan­legt og huggandi á sama tíma, lýsir verkið hinu erfiða samlífi jarðar og mannskepnunnar… Hin hugvitsama kóreógrafía er framkvæmd af fullkomnun og hljóð- og leikmynd hjálpa til við að draga fram hinar tilfinningalegu sveiflur og undirliggjandi leyndardóma verksins," segir Eamonn Kelly í Ástralanum.

- pbb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.