Innlent

Svandís og Jón nýir ráðherrar VG

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar.

Steingrímur verður áfram fjármálaráðherra, Ögmundur Jónassonar mun áfram gegna embætti heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir verður áfram menntamálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×