Viborg vann mikilvægan 1-0 sigur á Lyngby í dönsku B-deildinni í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Viborg en tekinn af velli á 65. mínútu. Hann er nýbúinn að jafna sig á meiðslum.
Viborg er nú í öðru sæti deildarinnar með 51 stig eftir 24 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því þriðja með 50 en bæði hafa leikið 23 leiki.
Efstu tvö liðin komast upp í dönsku úrvalsdeildina.
Mikilvægur sigur hjá Viborg
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn





„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Íslenski boltinn
