Enski boltinn

Gerrard: Um þetta snýst fótboltinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard í snjókomunni í kvöld.
Steven Gerrard í snjókomunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Steven Gerrard hampaði Fernando Torres, félaga sínum hjá Liverpool, eftir 1-0 sigur liðsins á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Um þetta snýst fótboltinn," sagði Gerrard en Torres skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. „Maður verður að halda ótrauður áfram allt til loka og þegar maður er með mann eins og Torres sér við hlið er möguleikinn alltaf fyrir hendi."

„Þegar hann er upp á sitt besta stenst honum enginn í heiminum snúning," bætti hann við.

„Ég vona að þetta veiti okkur aukinn kraft. Þessi sigur hefur enga þýðingu ef við höldum ekki áfram á þessari braut. Þetta snýst allt um hver staða liðsins verður í lok tímabilsins," sagði Gerrard.

Liverpool er í sjöunda sæti en stefnir að því að ná að minnsta kosti fjórða sæti deildarinnar. Þar er nú Tottenham, fjórum stigum á undan Liverpool.

„Við verðum að vinna leiki. Ég er viss um að við fáum mikið sjálfstraust úr þessum sigri og duga engar afsakanir lengur til."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×