Skemmtileg mynd um krónuna í bígerð 11. desember 2009 06:30 Atli og Garðar ætla að útskýra flókin hugtök á skemmtilegan hátt. „Við ætlum að forvitnast um þetta fyrirbæri, íslensku krónuna. Þetta er minnsti gjaldmiðill í heimi. Disney-dollarinn er stærri en íslenska krónan," segir leikstjórinn og hagfræðingurinn Garðar Stefánsson. Garðar vinnur að heimildarmynd um íslensku krónuna ásamt Atla Bollasyni, bókmenntafræðingi og hljómborðsleikara Sprengjuhallarinnar. Félagarnir fengu á dögunum styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og stefna á að klára handritið í febrúar á næsta ári og hefja tökur í kjölfarið. „Hugmyndin er að fjalla um hagfræðina á bakvið íslensku krónuna og gjaldmiðla, peningastefnu og stýrivexti og allt það - allt sem er í fréttunum allan sólarhringinn - á skemmtilegan og aðgengilegan hátt," segir Garðar. „Þetta er nokkurs konar Jamie Oliver-pæling. Hann segir í þáttunum sínum að allir geti eldað flóknar máltíðir. Við ætlum að segja að allir geti skilið hagfræði. Það er gert með þeim hætti að einfalda dæmið aðeins, útskýra hugtökin og nota skemmtilega grafík." Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í gær úr 11% niður 10%. Garðar og Atli hyggjast útskýra hvaða þýðingu slík lækkun hefur fyrir fólkið í landinu. „Hvað gerir Seðlabankinn? Stýrivextir er skammtímalán sem eru lánuð til viðskiptabankanna. Þá sýnum við myndrænt hvernig þetta ferli á sér stað og hvernig 1% stýrivaxtalækkun skilar sér í veski hins almenna borgara. Hvaða áhrif það hefur á launin þín," útskýrir Garðar fyrir blaðamanni, sem skilur hvorki upp né niður og bíður því spenntur eftir myndinni, sem þeir stefna á að frumsýna næsta haust. - afb Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
„Við ætlum að forvitnast um þetta fyrirbæri, íslensku krónuna. Þetta er minnsti gjaldmiðill í heimi. Disney-dollarinn er stærri en íslenska krónan," segir leikstjórinn og hagfræðingurinn Garðar Stefánsson. Garðar vinnur að heimildarmynd um íslensku krónuna ásamt Atla Bollasyni, bókmenntafræðingi og hljómborðsleikara Sprengjuhallarinnar. Félagarnir fengu á dögunum styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og stefna á að klára handritið í febrúar á næsta ári og hefja tökur í kjölfarið. „Hugmyndin er að fjalla um hagfræðina á bakvið íslensku krónuna og gjaldmiðla, peningastefnu og stýrivexti og allt það - allt sem er í fréttunum allan sólarhringinn - á skemmtilegan og aðgengilegan hátt," segir Garðar. „Þetta er nokkurs konar Jamie Oliver-pæling. Hann segir í þáttunum sínum að allir geti eldað flóknar máltíðir. Við ætlum að segja að allir geti skilið hagfræði. Það er gert með þeim hætti að einfalda dæmið aðeins, útskýra hugtökin og nota skemmtilega grafík." Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í gær úr 11% niður 10%. Garðar og Atli hyggjast útskýra hvaða þýðingu slík lækkun hefur fyrir fólkið í landinu. „Hvað gerir Seðlabankinn? Stýrivextir er skammtímalán sem eru lánuð til viðskiptabankanna. Þá sýnum við myndrænt hvernig þetta ferli á sér stað og hvernig 1% stýrivaxtalækkun skilar sér í veski hins almenna borgara. Hvaða áhrif það hefur á launin þín," útskýrir Garðar fyrir blaðamanni, sem skilur hvorki upp né niður og bíður því spenntur eftir myndinni, sem þeir stefna á að frumsýna næsta haust. - afb
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira