Óðinn - gimsteinn til varðveislu 11. desember 2009 06:00 Á fjárlögum 2010 verður 5 m.kr. fjárveiting til varðveislu varðskipsins Óðins felld niður miðað við óbreytt fjárlagafrumvarp. Það er glæsileg „afmælisgjöf" þegar litið er til þess að 16. janúar nk. er hálf öld síðan íslenski fáninn var dreginn að húni á varðskipinu Óðni þar sem hann var afhentur nýr frá skipasmíðastöðinni í Ålborg, Danmörku. Átta dögum síðar, eftir tilraunir og æfingar, sigldu stoltir menn Óðni „yfir hafið og heim", reiðubúnir til átaka um yfirráðin yfir 12 sjómílna fiskveiðilögsögunni. Fyrir voru í baráttunni fjórir litlir varðbátar og tvö varðskip Ægir „gamli" sem var orðinn 31 árs og Þór, með gallaðar vélar frá upphafi 10 ára sögu sinnar. Nöfn þessara skipa voru greypt í hugi landsmanna þegar þeim var beitt í þeirri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að ráða sínum auðlindum sjálf. Þessi skip eru nú horfin að undanskildum Óðni. Reyndar má enn sjá Þór, ryðgaða hryggðarmynd við bryggjuna í Gufunesi eftir áratuga reiðileysi sem draugaskip í Reykjavíkurhöfn. Ævintýramenn ætluðu með hann í „útrás" sem veitingastað í London en enduðu það ævintýri jafn snautlega og farið hefur fyrir fleirum á þeirri braut. Óðinn kom heim fyrir 50 árum og snéri þá stafni mót breskum herskipum, dráttarbátum og veiðiþjófum Evrópuþjóða. Baráttan snerist um 12 sjómílna, 50 sjómílna og að lokum 200 sjómílna lögsögu og alltaf var Óðni beitt. Oft kom hann skemmdur, skældur og skakkur úr þeim átökum en alltaf var honum beitt aftur og aftur eftir að hafa verið „tjaslað saman". Ekki bara í svokölluðum þorskastríðum heldur sleitulaust í 46 ár til varnar landhelginni, björgunar mannslífa og skipa, sjúkraflutninga og fólks- og vöruflutninga í afskekktar byggðir, sem voru margar með ströndum fram upp úr miðri síðustu öld. Í lok 7. áratugarins og í upphafi þess 8. var Óðinn notaður ítrekað til að ryðja braut í gegnum hafís fyrir flutningaskip sem fluttu lífsnauðsynjar til einangraðra staða og ef þau þraut aflið voru nauðsynjarnar settar um borð í hann til að brjótast með síðasta spölinn til hafna þar sem mest skorti. Hann fylgdi síldarskipum síðsumarlangt norður í Íshaf þar sem áhöfnin þjónustaði sjúka og slasaða eða gerði við flókin rafeindatæki og vélbúnað skipanna, en sú þjónusta skipti sköpum um að veiðarnar væru framkvæmanlegar á svo fjarlægum slóðum. Til sömu þjónustustarfa, sem og til að vernda hagsmuni íslenskra veiðiskipa, var honum ennfremur beitt í „Smuguna, norðan við hjara veraldar". Hann var meira að segja fenginn til að draga nokkra af síðustu síðutogurum landsins í brotajárn í útlöndum. Væri saga Óðins skráð frá fyrsta degi til hins síðasta í þjónustu lands og þjóðar væri það bæði æsispennandi og merkilegri „ævisaga" en margar af þeim sögum sem hylli hafa notið. Skip væru lítils virði ef ekki væri fyrir þann mannauð sem þeim sigla. Óðni stýrðu 27 skipherrar hverra nöfn voru þá þekkt meðal landsmanna fyrir festu og færni á miðunum umhverfis landið, studdir af þeim 1430 skipverjum sem þjónuðu um lengri eða skemmri tíma á þessu varðskipi. Rúmlega 800 sinnum rataði nafn þessa mest notaða varðskips sögunnar á spjöld dagblaða og tímarita. Þessar 800 fréttir og greinar sem skrifaðar hafa verið um Óðin eru þó örlítið brotabrot af þeirri sögu sem skipið geymir og sú saga lifir áfram með skipinu og talar til þeirra sem leggja leið sína um borð og skoða skipið. Þegar Óðinn hafði lokið hlutverki sínu sem varðskip sáu menn fyrir sér að hann yrði höggvinn upp í brotajárn ef ekkert yrði að gert. Það yrði þó ekki fyrr en hann væri orðinn sama hryggðarmyndin og Þór, ásamt handónýtum hvalbátum og öðrum „hræjum" sem liggja hingað og þangað um Reykjavíkurhöfn. Því tók hópur manna sig saman og stofnaði „Hollvinasamtök Óðins" sem hefur það markmið, að bjarga Óðni frá „klippum, sleggjum og logsuðutækjum". Félagar í þessum samtökum eru nú um 130 talsins. Það tókst að bjarga Óðni fyrir stuðning góðra manna þ.m.t. fyrrverandi dómsmálaráðherra (sem reyndar var skráður sem viðvaningur og háseti á Óðni í 248 daga, á árunum 1960 til 1962). Því hefur skipinu verið búið leg við Sjóminjasafnið Víkina, við Grandagarð, þar sem það er orðið hluti af safninu og almenningi til sýnis. Þar var gimstein úr sögu þjóðarinnar bjargað frá glötun. Höfundur er fyrrverandi stýrimaður á Óðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á fjárlögum 2010 verður 5 m.kr. fjárveiting til varðveislu varðskipsins Óðins felld niður miðað við óbreytt fjárlagafrumvarp. Það er glæsileg „afmælisgjöf" þegar litið er til þess að 16. janúar nk. er hálf öld síðan íslenski fáninn var dreginn að húni á varðskipinu Óðni þar sem hann var afhentur nýr frá skipasmíðastöðinni í Ålborg, Danmörku. Átta dögum síðar, eftir tilraunir og æfingar, sigldu stoltir menn Óðni „yfir hafið og heim", reiðubúnir til átaka um yfirráðin yfir 12 sjómílna fiskveiðilögsögunni. Fyrir voru í baráttunni fjórir litlir varðbátar og tvö varðskip Ægir „gamli" sem var orðinn 31 árs og Þór, með gallaðar vélar frá upphafi 10 ára sögu sinnar. Nöfn þessara skipa voru greypt í hugi landsmanna þegar þeim var beitt í þeirri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að ráða sínum auðlindum sjálf. Þessi skip eru nú horfin að undanskildum Óðni. Reyndar má enn sjá Þór, ryðgaða hryggðarmynd við bryggjuna í Gufunesi eftir áratuga reiðileysi sem draugaskip í Reykjavíkurhöfn. Ævintýramenn ætluðu með hann í „útrás" sem veitingastað í London en enduðu það ævintýri jafn snautlega og farið hefur fyrir fleirum á þeirri braut. Óðinn kom heim fyrir 50 árum og snéri þá stafni mót breskum herskipum, dráttarbátum og veiðiþjófum Evrópuþjóða. Baráttan snerist um 12 sjómílna, 50 sjómílna og að lokum 200 sjómílna lögsögu og alltaf var Óðni beitt. Oft kom hann skemmdur, skældur og skakkur úr þeim átökum en alltaf var honum beitt aftur og aftur eftir að hafa verið „tjaslað saman". Ekki bara í svokölluðum þorskastríðum heldur sleitulaust í 46 ár til varnar landhelginni, björgunar mannslífa og skipa, sjúkraflutninga og fólks- og vöruflutninga í afskekktar byggðir, sem voru margar með ströndum fram upp úr miðri síðustu öld. Í lok 7. áratugarins og í upphafi þess 8. var Óðinn notaður ítrekað til að ryðja braut í gegnum hafís fyrir flutningaskip sem fluttu lífsnauðsynjar til einangraðra staða og ef þau þraut aflið voru nauðsynjarnar settar um borð í hann til að brjótast með síðasta spölinn til hafna þar sem mest skorti. Hann fylgdi síldarskipum síðsumarlangt norður í Íshaf þar sem áhöfnin þjónustaði sjúka og slasaða eða gerði við flókin rafeindatæki og vélbúnað skipanna, en sú þjónusta skipti sköpum um að veiðarnar væru framkvæmanlegar á svo fjarlægum slóðum. Til sömu þjónustustarfa, sem og til að vernda hagsmuni íslenskra veiðiskipa, var honum ennfremur beitt í „Smuguna, norðan við hjara veraldar". Hann var meira að segja fenginn til að draga nokkra af síðustu síðutogurum landsins í brotajárn í útlöndum. Væri saga Óðins skráð frá fyrsta degi til hins síðasta í þjónustu lands og þjóðar væri það bæði æsispennandi og merkilegri „ævisaga" en margar af þeim sögum sem hylli hafa notið. Skip væru lítils virði ef ekki væri fyrir þann mannauð sem þeim sigla. Óðni stýrðu 27 skipherrar hverra nöfn voru þá þekkt meðal landsmanna fyrir festu og færni á miðunum umhverfis landið, studdir af þeim 1430 skipverjum sem þjónuðu um lengri eða skemmri tíma á þessu varðskipi. Rúmlega 800 sinnum rataði nafn þessa mest notaða varðskips sögunnar á spjöld dagblaða og tímarita. Þessar 800 fréttir og greinar sem skrifaðar hafa verið um Óðin eru þó örlítið brotabrot af þeirri sögu sem skipið geymir og sú saga lifir áfram með skipinu og talar til þeirra sem leggja leið sína um borð og skoða skipið. Þegar Óðinn hafði lokið hlutverki sínu sem varðskip sáu menn fyrir sér að hann yrði höggvinn upp í brotajárn ef ekkert yrði að gert. Það yrði þó ekki fyrr en hann væri orðinn sama hryggðarmyndin og Þór, ásamt handónýtum hvalbátum og öðrum „hræjum" sem liggja hingað og þangað um Reykjavíkurhöfn. Því tók hópur manna sig saman og stofnaði „Hollvinasamtök Óðins" sem hefur það markmið, að bjarga Óðni frá „klippum, sleggjum og logsuðutækjum". Félagar í þessum samtökum eru nú um 130 talsins. Það tókst að bjarga Óðni fyrir stuðning góðra manna þ.m.t. fyrrverandi dómsmálaráðherra (sem reyndar var skráður sem viðvaningur og háseti á Óðni í 248 daga, á árunum 1960 til 1962). Því hefur skipinu verið búið leg við Sjóminjasafnið Víkina, við Grandagarð, þar sem það er orðið hluti af safninu og almenningi til sýnis. Þar var gimstein úr sögu þjóðarinnar bjargað frá glötun. Höfundur er fyrrverandi stýrimaður á Óðni.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar