Stórt tap á Nýja Sjálandi vegna hruns íslensku bankanna 7. september 2009 09:06 Það fer að verða vandfundið land í heiminum sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Nú er ljóst að um 1.600 aðilar sem fjárfestu í Credit Sails á Nýja Sjálandi hafa tapað yfir 90 milljónum dollara eða um 11,5 milljörðum kr. Tapið má að mestu rekja til íslensku bankanna. Credit Sails, sem nú er í gjaldþrotameðferð, var umfangsmikið á skuldatryggingarmarkaðinum og keypti skuldatryggingar á fjármálagerninga hjá öllum íslensku bönkunum þremur, Glitni. Kaupþingi og Landsbankanum. Það voru einkum ýmis góðgerðarsamtök á Nýja Sjálandi sem fjárfestu sjóði sína hjá Credit Sails og hafa tapað að mestu öllum þeim peningum en Credit Sails var skráð á Cayman eyjum. Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu New Zealand Herald segir Nýsjálendingar geti dregið lærdóm af hruni íslenska efnahagskerfisins en þeir sem fjárfestu hjá Credit Sails hafi tapað 98% af innistæðum sínum þar. "Lærdómurinn er að lönd þar sem eftirlit með fjármálastofnunum er lélegt en laða að sér kvikt fjármagn geta lent í alvarlegri kreppu þegar þessar fjármálastofnanir falla og erlendir fjárfestar tapa trúnni," segir Í blaðinu. Farið er í saumana á þróun íslenska bankakerfisins á síðustu árum og m.a. vitnaði í nýútkomna bók Ásgeirs Jónssonar um hrunið. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það fer að verða vandfundið land í heiminum sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Nú er ljóst að um 1.600 aðilar sem fjárfestu í Credit Sails á Nýja Sjálandi hafa tapað yfir 90 milljónum dollara eða um 11,5 milljörðum kr. Tapið má að mestu rekja til íslensku bankanna. Credit Sails, sem nú er í gjaldþrotameðferð, var umfangsmikið á skuldatryggingarmarkaðinum og keypti skuldatryggingar á fjármálagerninga hjá öllum íslensku bönkunum þremur, Glitni. Kaupþingi og Landsbankanum. Það voru einkum ýmis góðgerðarsamtök á Nýja Sjálandi sem fjárfestu sjóði sína hjá Credit Sails og hafa tapað að mestu öllum þeim peningum en Credit Sails var skráð á Cayman eyjum. Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu New Zealand Herald segir Nýsjálendingar geti dregið lærdóm af hruni íslenska efnahagskerfisins en þeir sem fjárfestu hjá Credit Sails hafi tapað 98% af innistæðum sínum þar. "Lærdómurinn er að lönd þar sem eftirlit með fjármálastofnunum er lélegt en laða að sér kvikt fjármagn geta lent í alvarlegri kreppu þegar þessar fjármálastofnanir falla og erlendir fjárfestar tapa trúnni," segir Í blaðinu. Farið er í saumana á þróun íslenska bankakerfisins á síðustu árum og m.a. vitnaði í nýútkomna bók Ásgeirs Jónssonar um hrunið.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira