Bankastjóri FIH: 50 danskir bankar hverfa á 2 árum 7. september 2009 12:23 Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust. Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust.
Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira