Sátu klofvega á hval Kristján Már Unnarsson. skrifar 7. september 2009 18:51 Tveim mönnum við Steingrímsfjörð tókst að ávinna sér það mikið traust hjá steypireyði á dögunum að hún leyfði þeim að sitja klofvega á bakinu á sér. Þeir telja að hvalurinn hafi beinlínis beðið þá um að losa kaðal sem fastur var um sporðinn. Fréttin um giftusamlega björgun steypireyðar sem strandaði í Hveravík milli Hólmavíkur og Drangsness á frídegi verslunarmanna hefur áður verið sögð í fjölmiðlum. Óvenjulegasti og áhrifamesti þáttur þessa litla ævintýris hefur hins vegar ekki áður komið fyrir almenningseyru, það hvernig hvalabjörgunarmönnunum, feðgunum Magnúsi Kristjánssyni og Kristjáni Nóel syni hans, á Hellu við Steingrímsfjörð, tókst að ná sambandi við hvalinn og vinna traust hans. Þessi samvinna sem þarna náðist við hvalinn gæti hafa reynst lykillinn að björgun hans. Þetta stærsta dýr jarðar hefði hæglega geta veitt Magnúsi þungt högg með sporðinum en lét hann óáreittan koma reipi utan um sporðinn. Hann spriklaði reyndar aðeins þegar báturinn, Sundhani frá Drangsnesi, byrjaði að draga en hvalurinn losnaði um leið. Þá var óleystur sá vandi að kaðallinn var enn bundinn við sporðinn. Aftur dró báturinn hvalinn út og nú lengra út á fjörð og hófst þá reiptog. Þegar slegið var af vél bátsins dró hvalurinn bátinn til baka á sjö mílna hraða og sáu menn þann kost vænstan að sleppa honum. Þá synti hann í næstu vík. Þar fór hann í hringi og virtist skoða reipið sem var langt og þungt. Magnús var sannfærður um að hvalurinn væri að biðja um að kaðalinn yrði tekinn. Flestir töldu nú að hvalurinn myndi þarna enda ævina og Magnús óttaðist að hvalskurður væri í uppsiglingu enda menn farnir að brýna hnífana þarna í fjörunni. Úr varð að hann óð á ný út í sjóinn til að losa kaðalinn af hvalnum. Dýrið hreyfði sig hvergi á meðan þrátt fyrir að vera laust og tókst Magnúsi að losa spottann af sporði dýrsins. Hvalurinn var greinilega feginn að vera laus við kaðalinn því hann synti síðan rólega út á fjörð og út á haf. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Tveim mönnum við Steingrímsfjörð tókst að ávinna sér það mikið traust hjá steypireyði á dögunum að hún leyfði þeim að sitja klofvega á bakinu á sér. Þeir telja að hvalurinn hafi beinlínis beðið þá um að losa kaðal sem fastur var um sporðinn. Fréttin um giftusamlega björgun steypireyðar sem strandaði í Hveravík milli Hólmavíkur og Drangsness á frídegi verslunarmanna hefur áður verið sögð í fjölmiðlum. Óvenjulegasti og áhrifamesti þáttur þessa litla ævintýris hefur hins vegar ekki áður komið fyrir almenningseyru, það hvernig hvalabjörgunarmönnunum, feðgunum Magnúsi Kristjánssyni og Kristjáni Nóel syni hans, á Hellu við Steingrímsfjörð, tókst að ná sambandi við hvalinn og vinna traust hans. Þessi samvinna sem þarna náðist við hvalinn gæti hafa reynst lykillinn að björgun hans. Þetta stærsta dýr jarðar hefði hæglega geta veitt Magnúsi þungt högg með sporðinum en lét hann óáreittan koma reipi utan um sporðinn. Hann spriklaði reyndar aðeins þegar báturinn, Sundhani frá Drangsnesi, byrjaði að draga en hvalurinn losnaði um leið. Þá var óleystur sá vandi að kaðallinn var enn bundinn við sporðinn. Aftur dró báturinn hvalinn út og nú lengra út á fjörð og hófst þá reiptog. Þegar slegið var af vél bátsins dró hvalurinn bátinn til baka á sjö mílna hraða og sáu menn þann kost vænstan að sleppa honum. Þá synti hann í næstu vík. Þar fór hann í hringi og virtist skoða reipið sem var langt og þungt. Magnús var sannfærður um að hvalurinn væri að biðja um að kaðalinn yrði tekinn. Flestir töldu nú að hvalurinn myndi þarna enda ævina og Magnús óttaðist að hvalskurður væri í uppsiglingu enda menn farnir að brýna hnífana þarna í fjörunni. Úr varð að hann óð á ný út í sjóinn til að losa kaðalinn af hvalnum. Dýrið hreyfði sig hvergi á meðan þrátt fyrir að vera laust og tókst Magnúsi að losa spottann af sporði dýrsins. Hvalurinn var greinilega feginn að vera laus við kaðalinn því hann synti síðan rólega út á fjörð og út á haf.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira