Lífið

Um 10 þúsund miðar seldust á klukkutíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hera var flott á Frostrósartónleikum í fyrra. Mynd/ Arnþór.
Hera var flott á Frostrósartónleikum í fyrra. Mynd/ Arnþór.
Yfir 10 þúsund miðar seldust á einum klukkutíma á tónleika Frostrósa um allt land þegar miðasala hófst í morgun. Þar af er uppselt á tvenna tónleika í Laugardalshöll og nánast uppselt á Akureyri. Einnig var orðið uppselt á klukkustund á þremur stöðum um landið, þ.e. Eskifirði, Egilsstöðum og í Varmahlíð.

Búið er að bæta við aukatónleikum á Egilsstöðum og Eskifirði. Í tilkynningu frá Samúel Kristjánssyni hjá Frostrósum kemur fram að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við einum tónleikum í viðbót í Reykjavík sunnudaginn 13. Desember og muni það komast endanlega á hreint á morgun. Einnig sé verið að skoða möguleika á aukatónleikum á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.