Lífið

Gerir heimildarmynd á Indlandi

Lindsay Lohan er sögð vilja bæta ráð sitt með því að láta gott af sér leiða og segja skilið við partístandið í LA.
Lindsay Lohan er sögð vilja bæta ráð sitt með því að láta gott af sér leiða og segja skilið við partístandið í LA.

Lindsay Lohan er nú á leiðinni til Indlands. Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs vill leikkonan bæta ráð sitt eftir stanslaust partístand í Los Angeles undanfarið, en tilgangurinn með Indlandsferðinni er að taka upp heimildarmynd með BBC um mansal þar í landi.

Leikkonan, sem er 23 ára, verður á Indlandi til 12. desember, en þegar hún kemur aftur til Los Angeles mun hún hafa skipulagt heimsókn á spítala þar sem hún ætlar að gefa veikum börnum leikföng. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi og myndi gjarnan vilja stofna mín eigin góðgerðasamtök,“ segir leikkonan. Það er þó aðeins eitt af mörgu sem hún vill áorka á komandi árum því Lohan segist vilja skrifa handrit, framleiða kvikmyndir, þætti og myndbönd, hanna föt, búa til tónlist og skrifa bækur, svo eitthvað sé nefnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.