Lífið

Gleði hjá Borginni

Megas & Senuþjófarnir stíga  fyrstir á svið á Nasa í kvöld, klukkan 21.fréttablaðið/valli
Megas & Senuþjófarnir stíga fyrstir á svið á Nasa í kvöld, klukkan 21.fréttablaðið/valli

Útgáfugleði hljómplötuútgáfunnar Borgarinnar verður haldin á Nasa í kvöld. Frá því í ágúst hafa alls níu plötur komið út á vegum útgáfunnar við góðar undirtektir. Í kvöld koma fram Hjaltalín, Megas & Senuþjófarnir, Hjálmar, Baggalútur, Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar, Snorri Helgason og Berndsen.

Aðgangseyrir verður 1.000 krónur en fyrir 2.000 krónur fæst aðgangur að tónleikunum og ein af plötum Borgarinnar. Allur hagnaður rennur til Fjölskylduhjálpar Íslands og hefur Borgin sett sér það markmið að gefa að lágmarki 500.000 krónur, jafnvel þótt heildarhagnaðurinn verði minni. Borgin leitar einnig eftir fyrirtæki sem er tilbúið að jafna þá upphæð. Skorar útgáfan á öll fyrirtæki í landinu að sýna hug sinn í verki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.