Gefur út bók og heldur tvær ljósmyndasýningar 10. desember 2009 04:30 Fiann Paul ljósmyndari, 29 ára, er arkitekt og leikskólakennari að mennt, en hann hefur einnig kennt bardagalist og leikið í kvikmyndum. Hann gefur nú út sína fyrstu bók, Goðsögnina, og heldur tvær ljósmyndasýningar. Fréttablaðið/Anton Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is
Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira