AC Milan hefur ekki átt góða viku og í dag tapaði liðið 2-1 gegn Sampdoria á útivelli í A-deildinni á Ítalíu. Liðið féll úr Evrópukeppni félagsliða á fimmtudagskvöldið.
Antonio Cassano (33.) og Giampaolo Pazzini (51.) komu Sampdoria í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hlé, en undrabarnið Pato minnkaði muninn fyrir Milan þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Tapið þýðir að möguleikar Milan á titlinum eru orðnir ansi litlir, en liðið er sem stendur ellefu stigum á eftir grönnum sínum í Inter sem eiga leik til góða gegn Roma í kvöld.
Fiorentina hefði geta komist upp fyrir Milan í þriðja sæti deildarinnar en liðið náði aðeins 1-1 jafntefli við botnlið Reggina. Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Reggina.
Úrslitin á Ítalíu í dag:
Sampdoria 2 - 1 AC Milan
1-0 A. Cassano ('33)
2-0 G. Pazzini ('51)
2-1 Alexandre Pato ('80)
Palermo 0 - 4 Catania
0-1 P. Ledesma ('14)
0-2 T. Morimoto ('37)
0-3 G. Mascara ('44)
0-4 M. Paolucci ('66)
Atalanta 0 - 2 Chievo Verona
0-1 A. Langella ('78)
0-2 S. Pellissier ('89)
Reggina 1 - 1 Fiorentina
1-0 A. Sestu ('20)
1-1 E. Bonazzoli ('23)
Siena 0 - 0 Genoa
Udinese 2 - 0 Lecce
1-0 G. D Agostino ('75)
2-0 G. Pasquale ('90)
Cagliari 0 - 0 Torino