Innlent

Hugmyndir Framsóknar kosta 1200 milljarða

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Hugmyndir Framóknarflokksins um tuttugu prósenta niðurfærslu á öllum skuldum kosta 1200 milljarða króna. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur sagðist hafa minnisblað með þessum tölum og spurði hver ætti að borga brúsann.

„Ég er hér með minnisblað sem ég hef ekki viljað sýna en það er mat á tuttugu prósenta niðurærslu á öllum skuldum. Stærðargráðan er 1200 milljarðar króna, hver á að borga það?," spurði Steingrímur.

Hann spurði einnig hvernig ætti að framkvæma þessar hugmyndir og hvort sama ætti yfir alla að ganga.

„Þetta er ekki svona einfalt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×