Viðskipti erlent

Fjárfestapar gerir tilboð í Carnegie bankann í Svíþjóð

Meðal áhugasamra kaupenda Carnegie bankans í Svíþjóð eru fjárfestaparið Patrik Enblad og Anders Böös að því er heimildir Dagens Industri herma. Þeir hafa áður sýnt Carnegie áhuga en eru nú með stuðning þriðja stærsta banka Sviss á bakvið sig.

Milestone átti 10% hlut í Carnegie þegar bankinn var þjóðnýttur af sænska ríkinu fyrr í vetur. Sænsk stjórnvöld hafa síðan reynt að selja bankann.

Samkvæmt frétt DI er ætlunin að Enblad og Böös taki yfir fjárfestingahluta Carnegie en að EFG fái í sinn hlut útlánasafn bankans sem hljóðar upp á um 100 milljarða sænskra kr. eða tæplega 1.400 milljarða kr..

Það eru hinsvegar fleiri um hituna í sölunni á Carnegie. Annarsvegar er um fjárfestingasjóðinn Altor og Bure að ræða og hinsvegar fjárfestingasjóðinn Ripplewood. Síðarnefndi sjóðurinn mun hafa japanska bankann Shinsei á bakvið sig.

Tilkynna átti um kaupenda að Carnegie síðdegis í gærdag en það mun dragast eitthvað á langinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×