Nadal í úrslit eftir maraþonviðureign Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2009 14:09 Rafael Nadal fagnar stigi í viðureigninni í dag. Nordic Photos / AFP Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni. Erlendar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Sjá meira
Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni.
Erlendar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Sjá meira