Innlent

Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum

Eyjan Tortola hefur verið notuð sem skattaskjól fyrir íslenska auðmenn. Nú getur ríkislögreglustjóri, í samvinnu við Europol, fryst eigur á slíkum eyjum.
Eyjan Tortola hefur verið notuð sem skattaskjól fyrir íslenska auðmenn. Nú getur ríkislögreglustjóri, í samvinnu við Europol, fryst eigur á slíkum eyjum.

Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin við að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur.

Starfsmenn skrifstofunnar hafa sérþekkingu á fyrirliggjandi úrræðum til að rekja ávinning brota inn á reikninga, sjóði eða aðrar eignir víðs vegar um heim, ekki síst á svökölluðum aflandssvæðum eða skattaskjólum.

Þar er einnig haldið utan um net tengiliða, CARIN Network, sem í eru tveir fulltrúar frá hverju landi sem aðstoða hver annan og veita ráðgjöf um aðferðir við að finna ávinning og kyrrsetja hann. Tengifulltrúi hefur lagt áherslu á að tengja Ísland við þessa skrifstofu og fékk í þeim tilgangi tvo sérfræðinga sem þar starfa til Íslands á árinu 2007 til að funda með ýmsum fulltrúum íslenska réttarvörslukerfisins, meðal annars fulltrúa í nefnd sem þá var að endurskoða upptökuákvæði íslensku hegningarlaganna.

Sérfæðingarnir fóru yfir þróun löggjafar evrópulandanna á sviði haldlagningar, kyrrsetningar og ávinningsupptöku auk þess sem þeir fóru yfir framkvæmd og möguleg úrræði. Á árinu 2008 tengdist Ísland starfi þessarar skrifstofu formlega og tilnefndi tvo fulltrúa efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans í tengiliðakerfið CARIN. Þar með hafa íslensk lögregluyfirvöld beinan aðgang að neti samstarfsaðila víða um heim sem eykur möguleika íslenskra löggæsluyfirvalda á að rekja og hafa uppi á ávinningi brota.

Starfsmenn skrifstofunnar hafa sérþekkingu á fyrirliggjandi úrræðum til að rekja ávinning brota inn á reikninga, sjóði eða aðrar eignir víðs vegar um heim, ekki síst á svökölluðum aflandssvæðum eða skattaskjólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×