Sport

Haye gæti mætt Klitschko á árinu eftir allt saman

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Haye.
David Haye. Nordic photos/Getty images

Breski hnefaleikakappinn David Haye varð að draga sig út úr fyrirhuguðum bardaga sínum gegn Wladimir Klitschko 20. júní vegna meiðsla í baki.

Talsmenn Klitschko voru ekki tilbúnir að fresta bardaganum frekar og Ruslan Chagaev var fenginn í staðinn fyrir Haye.

Haye gæti þurft að bíða þangað til um páskana á næsta ári til þess að mæta Wladimir í hringnum þar sem hann er fullbókaður fram að því en nú er rætt um að Haye mæti hugsanlega Vitali Klitschko, eldri bróður Wladimir, í september.

„Við höfum talað um að mæta Vitali í september. Þetta var ein af þeim hugmyndum sem komu út úr viðræðum okkar í kringum fyrirhugaða bardagann við Wladimir," segir Adam Booth.

Haye hefur áður líst yfir áhuga sínum á að berjast við báða bræðurna, þannig að það skiptir væntanlega ekki miklu máli hvor mæti honum fyrst.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×