Íslenski boltinn

Valsstúlkur halda toppsætinu þegar deildin fer í frí

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel Logadóttir á góðri stundu.
Dagný Brynjarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel Logadóttir á góðri stundu. Mynd/Stefán

Íslandsmeistarar Vals unnu 2-0 sigur gegn Fylki í Pepsi-deildinni á Vodafonevellinum í kvöld en staðan í hálfleik var 2-0.

Sigur Vals var í raun aldrei í hættu þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að spila sinn besta leik í sumar. Fylkisstúlkur fengu vissulega sín færi í leiknum en var fyrirmunað að skora.

Danka Podovac fékk besta færi gestanna um miðjan fyrri hálfleik en þá komst hún ein á móti Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Vals en skot hennar fór víðs fjarri markinu.

Sigurinn þýðir að Valsstúlkur eru áfram í bílstjórasætinu þegar Pepsi-deildin fer í frí vegna lokakeppni EM í Finnlandi en næsta umferð fer fram 8. september. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×