Hægir á efnahagsbata í Þýskalandi 14. júlí 2009 10:50 Mynd/AP Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira