Eigandi Vatnsstígsins: Hústökufólkið er þarna á mína ábyrgð Breki Logason skrifar 14. apríl 2009 19:38 Hústökufólkið við störf í dag. MYND/ANTON Ágúst Friðgeirsson eigandi Vatnsstígs fjögur þar sem hópur fólks hefur sest að í dag segir fólkið vera þar á sína ábyrgð. Húsið er rafmagnslaust og vatnslaust og því getur skapast mikil eldhætta þar inni. Hann segir að til standi að rífa húsið en hann þurfti að loka því fyrir skömmu vegna kakkalakka sem höfðu sest þar að. Ágúst hefur áður þurft að hafa afskipti af forsprakka hópsins sem hefur sest að í húsinu við hliðina á, sem einnig er í eigu Ágústar. Hústökufólkið segist með þessu vera að koma í veg fyrir að miðbærinn verði eyðilagður og hugðist stofna félagsmiðstöð, þar sem stunda átti róttæka pólitíska starfsemi og annað sem fólki dytti í hug. Ágúst segir að Haukur nokkur sem frægastur er fyrir að hafa dregið Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu sé í forsvari fyrir hópinn. „Hann var til vandræða fyrr í vetur þegar hann tók sér bólfestu í húsinu þarna við hliðina á sem ég á líka." Ágúst sem staddur er erlendis sagðist hafa heyrt af þessu fyrst í fjölmiðlum en þá hafi hann haft samband við lögreglu og beðið þá um að taka á þessum málum eins og hann orðar það. Ágúst segir ástæðulaust að skemma húsið þó til standi að rífa það. „Þetta var í útleigu en ástandið á því var orðið lélegt og við lentum í vandræðum með kakkalakka þarna. Ég lét hreinsa það með eitrun sem dugði ekki til og því ákváðum við að loka því." Hann segir hópinn vera að sækjast eftir athygli en það sé þarna á sína ábyrgð og því vilji hann það út. „Útigangsmenn hafa sótt þarna og við höfum verið látnir vita af því að þeir séu á okkar ábyrgð. Því höfum við komið reglulega og hreinsað þarna út, ég sé engan mun á þessu fólki og einhverjum útigangsmönnum." Fréttastofa hafði samband við lögreglu fyrir stundu en hún hefur ekkert aðhafst í málinu. Þeir vita af fólkinu og fylgjast með ástandinu. Tengdar fréttir Hústökufólk á Vatnsstíg Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið. 14. apríl 2009 18:50 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ágúst Friðgeirsson eigandi Vatnsstígs fjögur þar sem hópur fólks hefur sest að í dag segir fólkið vera þar á sína ábyrgð. Húsið er rafmagnslaust og vatnslaust og því getur skapast mikil eldhætta þar inni. Hann segir að til standi að rífa húsið en hann þurfti að loka því fyrir skömmu vegna kakkalakka sem höfðu sest þar að. Ágúst hefur áður þurft að hafa afskipti af forsprakka hópsins sem hefur sest að í húsinu við hliðina á, sem einnig er í eigu Ágústar. Hústökufólkið segist með þessu vera að koma í veg fyrir að miðbærinn verði eyðilagður og hugðist stofna félagsmiðstöð, þar sem stunda átti róttæka pólitíska starfsemi og annað sem fólki dytti í hug. Ágúst segir að Haukur nokkur sem frægastur er fyrir að hafa dregið Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu sé í forsvari fyrir hópinn. „Hann var til vandræða fyrr í vetur þegar hann tók sér bólfestu í húsinu þarna við hliðina á sem ég á líka." Ágúst sem staddur er erlendis sagðist hafa heyrt af þessu fyrst í fjölmiðlum en þá hafi hann haft samband við lögreglu og beðið þá um að taka á þessum málum eins og hann orðar það. Ágúst segir ástæðulaust að skemma húsið þó til standi að rífa það. „Þetta var í útleigu en ástandið á því var orðið lélegt og við lentum í vandræðum með kakkalakka þarna. Ég lét hreinsa það með eitrun sem dugði ekki til og því ákváðum við að loka því." Hann segir hópinn vera að sækjast eftir athygli en það sé þarna á sína ábyrgð og því vilji hann það út. „Útigangsmenn hafa sótt þarna og við höfum verið látnir vita af því að þeir séu á okkar ábyrgð. Því höfum við komið reglulega og hreinsað þarna út, ég sé engan mun á þessu fólki og einhverjum útigangsmönnum." Fréttastofa hafði samband við lögreglu fyrir stundu en hún hefur ekkert aðhafst í málinu. Þeir vita af fólkinu og fylgjast með ástandinu.
Tengdar fréttir Hústökufólk á Vatnsstíg Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið. 14. apríl 2009 18:50 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hústökufólk á Vatnsstíg Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið. 14. apríl 2009 18:50