Viðskipti erlent

Mynd sem kostaði 9.000 krónur vekur athygli á Cannes

Kvikmynd sem kostaði aðeins 45 pund að gera, eða tæpar 9.000 kr., hefur vakið mikla athygli á kvikmyndahátíðinni á Cannes.

Um er að ræða bresku „zombie" myndina Colin sem gerð var af leikstjóranum Marc Price. Honum tókst að fá leikaranna í myndinni til að gefa vinnu sína og aukaleikararnir eru vinir hans og félagar.

Myndin var tekin á litla handhelda myndbandsvél og eingöngu var boðið upp á te og kaffi á tökustað.

„Dýrasti hlutinn sem við þurftum að fjárfesta í var kúbein og nokkrir dvd diskar," segir Marc í samtali við Daily Mail.

Tvö japönsk dreifingarfyrirtæki hafa þegar boðið í dreifingu á myndinni og Marc vonar að fleiri fylgi í kjölfarið.

Myndin, sem er tæplega 100 mínútur að lengd og tekinn upp í Swansea og London er fyrsta mynd Marc Price í fullri lengd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×