Enski boltinn

Held að Redknapp sé að gera grín að mér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rússinn Roman Pavlyuchenko er væntanlega á förum frá Tottenham í janúar. Hann hjálpaði til við flutninginn í dag er hann sakaði stjórann, Harry Redknapp, um að gera grín að sér.

„Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er þreyttur á því að sitja á bekknum," sagði Pavlyuchenko við rússneska blaðamenn en hann hefur ekki enn komist í byrjunarliðið á leiktíðinni. Hann hefur þess utan aðeins skorað 5 mörk í 32 leikjum.

„Viljið þið heyra heitasta brandarann í London? Harry Redknapp setur Roman Pavlyuchenko í byrjunarlið Tottenham. Þetta finnst mér fyndinn brandari enda hef ég á tilfinningunni að þjálfarinn sé bara að gera grín að mér."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×