Ólíkar leiðir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. desember 2009 06:00 Undarlegt er hversu margir virðast ekki skilja mikilvægi þess að eyða minna en þeir afla. Fyrir hrun átti þetta t.d. við um alla helstu banka og fjárfestingafélög landsins en þeir sem að þeim stóðu höfðu lítinn áhuga á að halda kostnaði innan skynsamlegra marka. Þeir trúðu að hægt væri að auka tekjur endalaust og því skipti kostnaðurinn ekki máli. Þetta reyndist rangt og því fór sem fór. Ríkisstjórn Íslands hefur að nokkru leyti tileinkað sér þetta viðhorf. Allt þetta ár hefur legið fyrir að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs. Líkt og bankarnir fyrir hrun treystir ríkisstjórnin á að tekjur vaxi en lætur útgjaldahliðina afskiptalitla. Þegar haft er í huga að tekjur ríkisins fást með sköttum frá einstaklingum og fyrirtækjum, og að geta þeirra til að greiða hærri skatta hefur snarminnkað, er nánast útilokað að slík lausn gangi upp. Reykjavíkurborg horfir fram á sams konar verkefni. Tekjur borgarinnar fást með sköttum á laun og fasteignir Reykvíkinga. Báðir þessir liðir dragast nú saman og því munu tekjur borgarinnar minnka á næstu misserum. Leið ríkisstjórnarinnar, heimfærð á borgina, fælist í því að hækka útsvar og fasteignaskatta. Vinstri græn í borgarstjórn hafa nú þegar lagt þetta til. Þetta finnst okkur, sem stjórnum borginni, ófær leið á sama hátt og hún reyndist ófær hinum föllnu bönkum og mun reynast ófær í ríkisrekstrinum. Að þessu sögðu verður borgin að reyna allt hvað hún getur til að minnka útgjöld. Þetta höfum við sjálfstæðismenn gert á kjörtímabilinu samhliða því að forgangsraða verkefnum. Við höfum einsett okkur að verja þjónustu sem snýr að velferðarmálum og börnum í borginni og horfum þá m.a. til reynslu Finna sem sýnir að langtímaáhrif kreppu felast oft í því hvernig börnum reiðir af löngu eftir að samdráttarskeiði lýkur. Velferðar- og skólamál taka til sín 60 prósent af tekjum borgarinnar og því er ljóst að þetta er verkefni sem krefst útsjónarsemi og áræðni. Krafa borgarbúa hlýtur þó að vera sú að þetta takist án skattahækkana. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Undarlegt er hversu margir virðast ekki skilja mikilvægi þess að eyða minna en þeir afla. Fyrir hrun átti þetta t.d. við um alla helstu banka og fjárfestingafélög landsins en þeir sem að þeim stóðu höfðu lítinn áhuga á að halda kostnaði innan skynsamlegra marka. Þeir trúðu að hægt væri að auka tekjur endalaust og því skipti kostnaðurinn ekki máli. Þetta reyndist rangt og því fór sem fór. Ríkisstjórn Íslands hefur að nokkru leyti tileinkað sér þetta viðhorf. Allt þetta ár hefur legið fyrir að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs. Líkt og bankarnir fyrir hrun treystir ríkisstjórnin á að tekjur vaxi en lætur útgjaldahliðina afskiptalitla. Þegar haft er í huga að tekjur ríkisins fást með sköttum frá einstaklingum og fyrirtækjum, og að geta þeirra til að greiða hærri skatta hefur snarminnkað, er nánast útilokað að slík lausn gangi upp. Reykjavíkurborg horfir fram á sams konar verkefni. Tekjur borgarinnar fást með sköttum á laun og fasteignir Reykvíkinga. Báðir þessir liðir dragast nú saman og því munu tekjur borgarinnar minnka á næstu misserum. Leið ríkisstjórnarinnar, heimfærð á borgina, fælist í því að hækka útsvar og fasteignaskatta. Vinstri græn í borgarstjórn hafa nú þegar lagt þetta til. Þetta finnst okkur, sem stjórnum borginni, ófær leið á sama hátt og hún reyndist ófær hinum föllnu bönkum og mun reynast ófær í ríkisrekstrinum. Að þessu sögðu verður borgin að reyna allt hvað hún getur til að minnka útgjöld. Þetta höfum við sjálfstæðismenn gert á kjörtímabilinu samhliða því að forgangsraða verkefnum. Við höfum einsett okkur að verja þjónustu sem snýr að velferðarmálum og börnum í borginni og horfum þá m.a. til reynslu Finna sem sýnir að langtímaáhrif kreppu felast oft í því hvernig börnum reiðir af löngu eftir að samdráttarskeiði lýkur. Velferðar- og skólamál taka til sín 60 prósent af tekjum borgarinnar og því er ljóst að þetta er verkefni sem krefst útsjónarsemi og áræðni. Krafa borgarbúa hlýtur þó að vera sú að þetta takist án skattahækkana. Höfundur er borgarfulltrúi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun