Lið ársins í enska boltanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. desember 2009 21:00 Fabregas hefur farið á kostum. Strákarnir á goal.com hafa ekki bara tekið saman vonbrigðalið tímabilsins í enska boltanum því þeir hafa einnig val lið ársins. Liðsuppstillingin að þessu sinni er 4-4-2. Markvörður: Joe Hart, Birmingham.Kom í láni frá Man. City eftir að félagið keypti Shay Given. Hart hefur staðið sig frábærlega hjá Birmingham eins og tölfræðin sýnir meðal annars. Í 18 leikjum hefur hann fimm sinnum haldið hreinu og aðeins fengið á sig 18 mörk. Hann er þess utan ekki einu sinni í góðu liði. Hægri bakvörður: Stephen Carr, Birmingham. Það eru allir sammála því að Birmingham er að leika talsvert fyrir ofan getu. Árangur liðsins í vetur má þó að mestu þakka frábærum varnarleik og markvörslu. Þar hefur fyrirliðinn Carr farið mikinn. Miðvörður: Richard Dunne, Aston Villa. Enn einn leikmaðurinn sem Man. City gat ekki notað og blómstrar annars staðar. Dunne hefur farið á kostum í vörn Villa og þess utan skorað tvö mikilvæg mörk. City hlýtur að naga sig í handarbökin yfir því að hafa látið hann fara. Miðvörður: John Terry, Chelsea HM-tímabil dregur greinilega fram það besta hjá fyrirliða Chelsea, í það minnsta inn á vellinum því hann hefur ekki alveg gert eins gott mót utan vallar. Chelsea-vörnin er sú besta í deildinni og ef ekki væri fyrir afglöp Cech í markinu fengi Chelsea varla á sig mark. Vinstri bakvörður: Patrice Evra, Man. Utd. Mesta keppnin um sæti í liðinu er þessi staða. Ashley Cole gæti hæglega verið hér líka. Frakkinn var ekki alveg upp á sitt besta í fyrra en hann hefur verið í toppformi og haldið miklum stöðugleika í allan vetur. Eins og rennilás upp og niður vænginn. Hefur ekki veitt af þar sem flestir varnarmenn United hafa verið meiddir í vetur. Hægri kantur: Aaron Lennon, Tottenham. Menn eru hættir að tala um Lennon sem leikmann sem á eftir að blómstra. Hann er að blómstra í vetur og hefur lagt upp 8 mörk í 17 leikjum. Þess utan skorað 3 mörk og er sífellt ógnandi. Er kominn í landsliðið og ef hann heldur svona áfram verður hann frábær á HM næsta sumar. Miðjumaður: Darren Fletcher, Man. Utd Fyrir ekki löngu síðan var Fletcher aðhlátursefni margra sem skildu ekki hvað hann væri að gera hjá United. Þeir sem hlógu eru í dag í felum inn í skáp enda er Fletcher orðinn miðjumaður númer eitt hjá United. Þekktur fyrir að blómstra í stóru leikjunum. Sérfræðingur í að brjóta niður sóknir andstæðinganna og verður sífellt betri í að sækja fram og skora. Kominn með þrjú mörk í vetur. Verið það góður að hann slær Michael Essien út í baráttunni um þessa stöðu. Miðjumaður: Cesc Fabregas, Arsenal.Ef við værum að kjósa leikmann ársins það sem af er þá væri Fabregas langefstur á því blaði. Hann er stoðsendingakóngur deildarinnar eins og svo oft áður. Kominn með 12 stoðsendingar í 16 leikjum og svo má ekki gleyma því að hann hefur líka skorað 7 mörk, sum hver stórglæsileg. Er þess utan fyrirliði Arsenal-liðs sem hefur blómstrað og jafnvel leikið yfir getu að margra mati. Vinstri kantur: Craig Bellamy, Man. City Bellamy var ekki sáttur við að vera settur út á vænginn í upphafi tímabils en hann hafði trú á Hughes og vildi sýna honum tryggð. Þess vegna fór hann á kantinn og af allt sem hann átti. Þar hefur hann líka blómstrað og verið besti maður City í vetur. Hinn mikli kraftur hans er ómetanlegur fyrir liðið og verður áhugavert að sjá hvernig Mancini tekst að nýta hinu miklu krafta Walesverjans. Framherji: Jermain Defoe, Tottenham. Skorað reglulega fyrir Spurs í vetur og meðal annars fimm mörk í einum og sama leiknum. Hann skorar sín mörk þess utan með stæl. Framherji: Didier Drogba, Chelsea. Búinn að skora 13 mörk í 15 leikjum og þess utan gefið 8 stoðsendingar. Lygileg frammistaða. Hefur einnig náð vel saman við fýlupúkann Nicolas Anelka en Drogba er samt aðalmaðurinn hjá Chelsea. Hans verður sárt saknað er hann fer til Afríku. Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Strákarnir á goal.com hafa ekki bara tekið saman vonbrigðalið tímabilsins í enska boltanum því þeir hafa einnig val lið ársins. Liðsuppstillingin að þessu sinni er 4-4-2. Markvörður: Joe Hart, Birmingham.Kom í láni frá Man. City eftir að félagið keypti Shay Given. Hart hefur staðið sig frábærlega hjá Birmingham eins og tölfræðin sýnir meðal annars. Í 18 leikjum hefur hann fimm sinnum haldið hreinu og aðeins fengið á sig 18 mörk. Hann er þess utan ekki einu sinni í góðu liði. Hægri bakvörður: Stephen Carr, Birmingham. Það eru allir sammála því að Birmingham er að leika talsvert fyrir ofan getu. Árangur liðsins í vetur má þó að mestu þakka frábærum varnarleik og markvörslu. Þar hefur fyrirliðinn Carr farið mikinn. Miðvörður: Richard Dunne, Aston Villa. Enn einn leikmaðurinn sem Man. City gat ekki notað og blómstrar annars staðar. Dunne hefur farið á kostum í vörn Villa og þess utan skorað tvö mikilvæg mörk. City hlýtur að naga sig í handarbökin yfir því að hafa látið hann fara. Miðvörður: John Terry, Chelsea HM-tímabil dregur greinilega fram það besta hjá fyrirliða Chelsea, í það minnsta inn á vellinum því hann hefur ekki alveg gert eins gott mót utan vallar. Chelsea-vörnin er sú besta í deildinni og ef ekki væri fyrir afglöp Cech í markinu fengi Chelsea varla á sig mark. Vinstri bakvörður: Patrice Evra, Man. Utd. Mesta keppnin um sæti í liðinu er þessi staða. Ashley Cole gæti hæglega verið hér líka. Frakkinn var ekki alveg upp á sitt besta í fyrra en hann hefur verið í toppformi og haldið miklum stöðugleika í allan vetur. Eins og rennilás upp og niður vænginn. Hefur ekki veitt af þar sem flestir varnarmenn United hafa verið meiddir í vetur. Hægri kantur: Aaron Lennon, Tottenham. Menn eru hættir að tala um Lennon sem leikmann sem á eftir að blómstra. Hann er að blómstra í vetur og hefur lagt upp 8 mörk í 17 leikjum. Þess utan skorað 3 mörk og er sífellt ógnandi. Er kominn í landsliðið og ef hann heldur svona áfram verður hann frábær á HM næsta sumar. Miðjumaður: Darren Fletcher, Man. Utd Fyrir ekki löngu síðan var Fletcher aðhlátursefni margra sem skildu ekki hvað hann væri að gera hjá United. Þeir sem hlógu eru í dag í felum inn í skáp enda er Fletcher orðinn miðjumaður númer eitt hjá United. Þekktur fyrir að blómstra í stóru leikjunum. Sérfræðingur í að brjóta niður sóknir andstæðinganna og verður sífellt betri í að sækja fram og skora. Kominn með þrjú mörk í vetur. Verið það góður að hann slær Michael Essien út í baráttunni um þessa stöðu. Miðjumaður: Cesc Fabregas, Arsenal.Ef við værum að kjósa leikmann ársins það sem af er þá væri Fabregas langefstur á því blaði. Hann er stoðsendingakóngur deildarinnar eins og svo oft áður. Kominn með 12 stoðsendingar í 16 leikjum og svo má ekki gleyma því að hann hefur líka skorað 7 mörk, sum hver stórglæsileg. Er þess utan fyrirliði Arsenal-liðs sem hefur blómstrað og jafnvel leikið yfir getu að margra mati. Vinstri kantur: Craig Bellamy, Man. City Bellamy var ekki sáttur við að vera settur út á vænginn í upphafi tímabils en hann hafði trú á Hughes og vildi sýna honum tryggð. Þess vegna fór hann á kantinn og af allt sem hann átti. Þar hefur hann líka blómstrað og verið besti maður City í vetur. Hinn mikli kraftur hans er ómetanlegur fyrir liðið og verður áhugavert að sjá hvernig Mancini tekst að nýta hinu miklu krafta Walesverjans. Framherji: Jermain Defoe, Tottenham. Skorað reglulega fyrir Spurs í vetur og meðal annars fimm mörk í einum og sama leiknum. Hann skorar sín mörk þess utan með stæl. Framherji: Didier Drogba, Chelsea. Búinn að skora 13 mörk í 15 leikjum og þess utan gefið 8 stoðsendingar. Lygileg frammistaða. Hefur einnig náð vel saman við fýlupúkann Nicolas Anelka en Drogba er samt aðalmaðurinn hjá Chelsea. Hans verður sárt saknað er hann fer til Afríku.
Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti