Sjóður í eigu Milestone í London á leið í greiðslustöðvun 13. janúar 2009 08:53 Fjárfestingarsjóðurinn Kcaj í London, sem er í meirihlutaeigu Milestone, gæti farið í greiðslustöðvun í þessari viku. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Kcaj á hluti í nokkrum fyrirtækjum og verslunarkeðjum og greiðslustöðvun gæti leitt til brunaútsölu á eignum á borð við Jones the Bookmaker, Mountain Warehouse og Duchamp. Tvö af fyrirtækjum Kcaj eru þegar komin í þrot, það er Hardy Amies (fyrrum klæðskerar Bretadottningar) og Ghost og hið þriðja, verslunarkeðjan Blooming Marvellous, rambar á barmi gjaldþrots. Hinsvegar munu aðrar fjárfestingar Kcaj ekki vera í hættu, eins og t.d. Cruise og Aspinalls of London enda gengur rekstur þeirra vel. Kcaj var stofnað af Jón Scheving Thorsteinssyni og var lengi í eigu fjárfestingarfélags hans Arev áður en meirihluti sjóðsins var seldur til Milestone í fyrra. Nöfnin Kacj og Arev eru tekin úr sjónvarpsþáttunum Coronation Street. Askar Capital annast nú rekstur Kcaj fyrir Milestone og hefur Financial Times eftir Bjarka Brynjarssyni forstöðumanni fjárfestinga hjá Askar að verið sé að skoða hvernig hag kröfuhafa verði sem best borgið. Sala á eignum kemur þar til greina. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestingarsjóðurinn Kcaj í London, sem er í meirihlutaeigu Milestone, gæti farið í greiðslustöðvun í þessari viku. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Kcaj á hluti í nokkrum fyrirtækjum og verslunarkeðjum og greiðslustöðvun gæti leitt til brunaútsölu á eignum á borð við Jones the Bookmaker, Mountain Warehouse og Duchamp. Tvö af fyrirtækjum Kcaj eru þegar komin í þrot, það er Hardy Amies (fyrrum klæðskerar Bretadottningar) og Ghost og hið þriðja, verslunarkeðjan Blooming Marvellous, rambar á barmi gjaldþrots. Hinsvegar munu aðrar fjárfestingar Kcaj ekki vera í hættu, eins og t.d. Cruise og Aspinalls of London enda gengur rekstur þeirra vel. Kcaj var stofnað af Jón Scheving Thorsteinssyni og var lengi í eigu fjárfestingarfélags hans Arev áður en meirihluti sjóðsins var seldur til Milestone í fyrra. Nöfnin Kacj og Arev eru tekin úr sjónvarpsþáttunum Coronation Street. Askar Capital annast nú rekstur Kcaj fyrir Milestone og hefur Financial Times eftir Bjarka Brynjarssyni forstöðumanni fjárfestinga hjá Askar að verið sé að skoða hvernig hag kröfuhafa verði sem best borgið. Sala á eignum kemur þar til greina.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira