Útrásin var stærsta svikamylla Evrópu frá síðari heimsstyrjöld Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. júní 2009 12:04 Íslenska útrásin er stærsta svikamylla Evrópu frá síðari heimsstyrjöld - jafnvel þótt ekki nema 10% af þeim þeim ásökunum sem nú liggja í loftinu haldi vatni, fullyrðir danska stórblaðið Berlingske Tidende í dag. Viðskiptavefur Berlingske birtir í dag yfirlitsgrein um íslensku útrásarvíkingana undir fyrirsögninni Milljarðar fjármálavíkinganna eltir uppi. Blaðið rifjar upp hvernig íslenska viðskiptamódelið og stórfjárfestar landsins voru hylltir af forsetanum fyrir fáum árum - í dag jafni nýi viðskiptaráðherrann módelinu við fjármálahneykslið Enron. Blaðið spyr hvað ráðgjafafyrirtækið Kroll - sem sérhæfir sig í fjármálabrotum - sé að gera á Íslandi, sama rannsóknarfyrirtæki og fann vel falda fjársjóði einræðisherra á borð við Saddam Hussein og og Imeldu Marcos. Jú, eins og komið hefur fram í íslenskum fjölmiðlum, er Kroll hér til að rannsaka óeðlilegar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins - og endurheimta síðan peningana. Blaðið rifjar einnig upp gagnrýna umfjöllun um útþenslu bankanna og grun um markaðsmisnotkun ýmiskonar. Farið er yfir kaup Hannesar Smárasonar og Pálma Haraldssonar á Sterling og tengslin milli stærstu bankanna og stærstu fjárfestingafélaganna - sem megi líkja við sifjaspell. Þá segir blaðið ljóst að það hafi ekki bara verið galin áhættusækni fjárfesta og útlánaþensla bankanna sem hafi valdið íslenska efnahagshruninu. Þvert á móti séu vísbendingar um að lítil klíka sem ráðið hafi ríkjum í íslensku viðskiptalífi hafi vitandi vits farið glannalega með lífeyrissjóði landsmanna, bankana og hlutafélög á markaði - á meðan þeir sjálfir hafa safnað auði.Hægt er að lesa umfjöllun Berlingske Tidende hér. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslenska útrásin er stærsta svikamylla Evrópu frá síðari heimsstyrjöld - jafnvel þótt ekki nema 10% af þeim þeim ásökunum sem nú liggja í loftinu haldi vatni, fullyrðir danska stórblaðið Berlingske Tidende í dag. Viðskiptavefur Berlingske birtir í dag yfirlitsgrein um íslensku útrásarvíkingana undir fyrirsögninni Milljarðar fjármálavíkinganna eltir uppi. Blaðið rifjar upp hvernig íslenska viðskiptamódelið og stórfjárfestar landsins voru hylltir af forsetanum fyrir fáum árum - í dag jafni nýi viðskiptaráðherrann módelinu við fjármálahneykslið Enron. Blaðið spyr hvað ráðgjafafyrirtækið Kroll - sem sérhæfir sig í fjármálabrotum - sé að gera á Íslandi, sama rannsóknarfyrirtæki og fann vel falda fjársjóði einræðisherra á borð við Saddam Hussein og og Imeldu Marcos. Jú, eins og komið hefur fram í íslenskum fjölmiðlum, er Kroll hér til að rannsaka óeðlilegar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins - og endurheimta síðan peningana. Blaðið rifjar einnig upp gagnrýna umfjöllun um útþenslu bankanna og grun um markaðsmisnotkun ýmiskonar. Farið er yfir kaup Hannesar Smárasonar og Pálma Haraldssonar á Sterling og tengslin milli stærstu bankanna og stærstu fjárfestingafélaganna - sem megi líkja við sifjaspell. Þá segir blaðið ljóst að það hafi ekki bara verið galin áhættusækni fjárfesta og útlánaþensla bankanna sem hafi valdið íslenska efnahagshruninu. Þvert á móti séu vísbendingar um að lítil klíka sem ráðið hafi ríkjum í íslensku viðskiptalífi hafi vitandi vits farið glannalega með lífeyrissjóði landsmanna, bankana og hlutafélög á markaði - á meðan þeir sjálfir hafa safnað auði.Hægt er að lesa umfjöllun Berlingske Tidende hér.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira