Bank of America fyrir dóm vegna bónusgreiðslna 22. september 2009 10:24 Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Bank of America bjargaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í miðri fjármálakreppunni í janúar s.l. eftir að hafa gefið út yfirlýsingar um að engir bónusar yrðu greiddir án samþykkis hluthafa. Síðan heimilaði stjórn Bank of America 5,8 milljarða dollara eða 713 milljarða kr. í bónusa til starfsmanna Merrill Lynch fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á BBC er bent á að þessar háu bónusgreiðslur séu í hróplegu ósamræmi við gengi Merrill Lynch á síðasta ári en þá tapaði bankinn 27,6 milljörðum dollara. SEC segir að það muni gera allt sem í valdi eftirlitsins stendur til að stjórn Bank of America verði dregin til ábyrgðar vegna fyrrgreindra bónusgreiðslna. Talsmaður bankans er jafnbrattur og segir að bankinn muni verjast af öllum kröftum í dómsalnum. Fyrr í sumar hafði Bank of America samþykkt að borga 33 milljón dollara í sekt fyrir að villa um fyrir hluthöfum sínum um Merrill Lynch bónusana. Alríkisdómari henti því samkomulagi út af borðinu í síðustu viku. Dómarinn, Jed Rakoff, sagði samkomulagið brot á „réttlæti og siðferði" og fyrirskipaði málsókn. Bank of America var einn þeirra banka sem bandarísk stjórnvöld komu til bjargar síðasta vetur. Bankinn er nú að reyna að losna undan þeirri aðstoð enda setur hún hömlur á hve mikið má borga bankastjórum og starfsmönnum bankans í laun og bónusa. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Bank of America bjargaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í miðri fjármálakreppunni í janúar s.l. eftir að hafa gefið út yfirlýsingar um að engir bónusar yrðu greiddir án samþykkis hluthafa. Síðan heimilaði stjórn Bank of America 5,8 milljarða dollara eða 713 milljarða kr. í bónusa til starfsmanna Merrill Lynch fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á BBC er bent á að þessar háu bónusgreiðslur séu í hróplegu ósamræmi við gengi Merrill Lynch á síðasta ári en þá tapaði bankinn 27,6 milljörðum dollara. SEC segir að það muni gera allt sem í valdi eftirlitsins stendur til að stjórn Bank of America verði dregin til ábyrgðar vegna fyrrgreindra bónusgreiðslna. Talsmaður bankans er jafnbrattur og segir að bankinn muni verjast af öllum kröftum í dómsalnum. Fyrr í sumar hafði Bank of America samþykkt að borga 33 milljón dollara í sekt fyrir að villa um fyrir hluthöfum sínum um Merrill Lynch bónusana. Alríkisdómari henti því samkomulagi út af borðinu í síðustu viku. Dómarinn, Jed Rakoff, sagði samkomulagið brot á „réttlæti og siðferði" og fyrirskipaði málsókn. Bank of America var einn þeirra banka sem bandarísk stjórnvöld komu til bjargar síðasta vetur. Bankinn er nú að reyna að losna undan þeirri aðstoð enda setur hún hömlur á hve mikið má borga bankastjórum og starfsmönnum bankans í laun og bónusa.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira