Nýtt Formúlu 1 mót í Kóreu 2010 22. september 2009 08:36 Mótsvæðið í Kóreu er við sjóinn, sviapð og í Mónakó. mynd: kappakstur.is FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira