Séreignarsparnaður – húsnæðislán 22. september 2009 06:00 Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimilanna: Fjárfestingar séreignarsparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spöruðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborgunar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri hægt með tvennum hætti. Fólk gæti notað sparnað sinn ótakmarkað til að greiða inn á lán sín eða til greiðslu á vöxtum og afborgunum af fasteign sinni. Þetta myndi hjálpa mörgum við að létta á greiðslubyrði sinni og þar sem útborgunin er skattskyld fengi ríkissjóður peninga í kassann. Þegar upphafleg umræða um heimild til útgreiðslu átti sér stað, að hámarki samtals milljón krónur, var gert ráð fyrir að tvöfalt hærri upphæð færi í greiðslur úr séreignarsjóðum en raunin hefur orðið. Rök um að rýmkun til útborgunar leiði til þess að séreignarsjóðir þurfi að selja eignir í stórum stíl og mynda neikvæðan söluþrýsting eru því ómarktæk. Kínamúrar fjármálastofnana eiga auk þess að tryggja að kröfuhafar geti ekki þrýst á skuldara að ganga á lífeyrisséreign sína. Þetta minnkar skuldsetningu heimilanna og gæti verið mótvægi við núverandi stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar. Hvati til sparnaðar eykst einnig því með þessu er tryggt að þeir sem sýnt hafa fyrirhyggju í sparnaði og kjósa að minnka húsnæðisskuldir sínar fái að njóta þess í dag þegar að þörfin er mest. Höfundur er fjármálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimilanna: Fjárfestingar séreignarsparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spöruðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborgunar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri hægt með tvennum hætti. Fólk gæti notað sparnað sinn ótakmarkað til að greiða inn á lán sín eða til greiðslu á vöxtum og afborgunum af fasteign sinni. Þetta myndi hjálpa mörgum við að létta á greiðslubyrði sinni og þar sem útborgunin er skattskyld fengi ríkissjóður peninga í kassann. Þegar upphafleg umræða um heimild til útgreiðslu átti sér stað, að hámarki samtals milljón krónur, var gert ráð fyrir að tvöfalt hærri upphæð færi í greiðslur úr séreignarsjóðum en raunin hefur orðið. Rök um að rýmkun til útborgunar leiði til þess að séreignarsjóðir þurfi að selja eignir í stórum stíl og mynda neikvæðan söluþrýsting eru því ómarktæk. Kínamúrar fjármálastofnana eiga auk þess að tryggja að kröfuhafar geti ekki þrýst á skuldara að ganga á lífeyrisséreign sína. Þetta minnkar skuldsetningu heimilanna og gæti verið mótvægi við núverandi stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar. Hvati til sparnaðar eykst einnig því með þessu er tryggt að þeir sem sýnt hafa fyrirhyggju í sparnaði og kjósa að minnka húsnæðisskuldir sínar fái að njóta þess í dag þegar að þörfin er mest. Höfundur er fjármálafræðingur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar