Körfubolti

Kidd náði sögulegum áfanga

Jason Kidd var frábær í kvöld
Jason Kidd var frábær í kvöld AP

Leikstjórnandinn Jason Kidd átti stórleik í kvöld þegar lið hans Dallas rótburstaði Phoenix 140-116 í NBA deildinni.

Kidd gaf 16 af 20 stoðsendingum sínum í fyrri hálfleik og skoraði alls 19 stig í yfirburðasigri Dallas. Sigurinn þýðir að Phoenix er næsta öruggt með að sitja eftir og ná ekki í úrslitakeppnina sem hefst þann 18. apríl nk. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA.

Jason Kidd átti ekki bara stórleik í kvöld, heldur náði hann merkum áfanga með 14. stoðsendingunni sinni. Þar með fór hann upp fyrir goðsögnina Magic Johnson yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA.

Kidd vantar nú um það bil 150 stoðsendingar til að ná Mark Jackson, sem gaf á sínum tíma 10,334 stoðsendingar á löngum ferli.

Sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA er John Stockton sem áður lék með Utah Jazz, en hann gaf 15,806 stoðsendingar á ferlinum.

Smelltu hér til að sjá lista yfir stoðsendingahæstu menn allra tíma í NBA deildinni. Athugið að ekki er búið að uppfæra stoðsendingar Jason Kidd í leiknum í kvöld. Leikmenn sem enn eru að spila eru skrifaðir með hástöfum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×