Formúla 1

Massa fyrstur að aka 2009 bíl

Felipe Massa verður fyrstur ökumanna til að keyra 2009 bíl á mánudaginn.
Felipe Massa verður fyrstur ökumanna til að keyra 2009 bíl á mánudaginn. Mynd: Getty Images

Felipe Massa fær þann heiður að vera fyrstur ökumanna til að aka 2009 Formúlu 1 bíl eftir frumsýningu Ferrari á mánudaginn.

Þrjú keppnislið munu frumsýna bíla sína í næstu viku. Ferrari mun frumsýna bíl sinn og Massa mun síðan aka Firano brautina á 2009 bílnum sem er gjörbreyttur bíll frá liðnu ári, en nýjar reglur taka gildi í fyrsta móti ársins í mars. Toyota frumsýnir sinn bíl á fimmtudaginn í næstu viku og daginn eftir mun McLaren frumsýna sitt ökutæki.

Forráðamenn ýmissa keppnisliða hafa áhyggjur af KERS kerfinu sem verður hluti af nýjungum í Formúlu 1 bílum og talsmenn Ferrari segja að kostnaður við þróun kerfisins hafi verið óheyrilegur. Búnaðurinn færir ökumanni aukið afl til framúraksturs og nýtir kerfið afgangsorku bremsukerfisins við hemlun.

Sjá nánar










Fleiri fréttir

Sjá meira


×