Körfubolti

Jakob og Kristrún best í fyrri umferðinni

Jakob Sigurðarson er með 17 stig að meðaltali í leik og frábæra skotnýtingu
Jakob Sigurðarson er með 17 stig að meðaltali í leik og frábæra skotnýtingu

Jakob Sigurðarson úr KR og Kristrún Sigurjónsdóttir úr Haukum voru nú í hádeginu kjörin bestu leikmennirnir í fyrri umferð Iceland Express deildum karla og kvenna.

Jakob og Kristrún hafa farið mikinn í fyrstu 11. umferðunum með liðum sínum og hafa samtals aðeins tapað einum leik í deildinni til þessa.

Á blaðamannafundi var tilkynnt úrvalslið fyrri helmings mótsins í bæði karla- og kvennaflokki, bestu þjálfarar, dugnaðarforkar og svo besti dómarinn.

Úrvalslið karla:



Jakob Sigurðarson, KR

Cedric Isom, Þór

Jón Arnór Stefánsson, KR

Páll Axel Vilbergsson, Grindavík

Sigurður Þorsteinsson, Keflavík

Besti leikmaðurinn: Jakob Sigurðarson, KR

Dugnaðarforkurinn: Ísak Einarsson, Tindastól

Besti þjálfarinn: Einar Árni Jóhannsson, Breiðablik

Úrvalslið kvenna:

Slavica Dimovska, Haukum

Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum

Birna Valgarðsdóttir, Keflavík

Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík

Signý Hermannsdóttir Val

Besti leikmaðurinn: Kristrún Sigurjónsdóttir

Dugnaðarforkurinn: Fanney Lind Guðmundsdóttir - Hamri

Besti þjálfarinn: Ari Gunnarsson, Hamri

Besti dómarinn: Sigmundur Már Herbertsson








Fleiri fréttir

Sjá meira


×