Innlent

Lögreglan hafði afskipti af lélegum píanista

Lögreglan var kölluð að fjölbýlishúsi í Kópavogi nokkru eftir miðnætti síðastliðna nótt. Tilkynnandi kvartaði undan hávaða og sagðist ekki ná að festa svefn. Þegar komið var á staðinn reyndist kvörtunin á rökum reist en heyra mátt óm af hljóðfæraleik út á stétt. Þegar málið var kannað frekar reyndist karl á fimmtugsaldri vera að spila á píanó. Ekki þarf að hafa mörg orð um spilamennskuna en maðurinn var ölvaður og ekki í neinu standi til að spila á píanó eða önnur hljóðfæri ef út í það er farið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×