Við erum betri en menn héldu 6. janúar 2009 13:38 Einar Árni og félagar hafa staðið sig mjög vel framan af vetri Mynd/Stefán "Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar." Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
"Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar."
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira