Viðskipti erlent

Danskir bankar loka netbönkum vegna vírusárásar

Viðskiptavinir netbanka um alla Danmörku hafa ekki lengur aðgang að reikningum sínum. Danskir bankar hafa lokað aðgangi að netbönkum landsins vegna tölvuvírusárásar sem nú er í gangi á tölvukerfi netbankanna.

Samkvæmt frétt um málið á Ekstrabladet.dk er vírus þessi af gerðinni "Tróju-hestur" sem getur lesið aðgangsorð viðskiptavina í netbönkum. Bankarnir óttast að tölvuþrjótar muni nota aðgangsorðin til að yfirfæra fé á sína eigin reikninga.

Nels Petersen talsmaður Nykredit staðfestir að netbönkunum hafi verið lokað án aðvörunnar í dag sökum þessa vírus. Tölvupóstur hefur verið sendur til viðskiptavina og þeir beðnir um að uppfæra tölvur sínar og auka öryggið í þeim.

Danske Bank hefur einnig staðfest að bankinn hafi lokað fyrir netbanka hjá hópi af viðskiptavinum sínum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×