Formúla 1

Ferrari býst ekki við Schumacher kraftaverki

Luca Montezemolo, forseti Ferrari.
Luca Montezemolo, forseti Ferrari. mynd: kappakstur.is

Luca Montezemolo, forseti Ferrari segist ekki búast við neinu kraftaverki frá Michael Schumacher þegar hann snýr aftur á kappakstursbrautina. Hann keppir í stað Felipe Massa í Valencia á Spáni í ágúst.

"Við búumst ekki við kraftaverki, né heldur aðdáendur Schumachers. Hann hefur hinsvegar fært liðinu jákvæðan kraft og anda. Tæknimennirnir bíða spenntir að gera unnið með honum, en þeir hafa beðið endurkomu hans síðan hann hætti", sagði Montezemolo.

"Ég var ekki viss um að geta sannfært Schumacher um að keppa í stað Massa. Ég taldi hann ánægðan í faðmi fjölskyldunnar og hann hefur aldrei sýnt merki þess að leiðast lífið. En við vildum allir sjá hann aftur í Ferrari bíl. Ég benti honum á að við þyrftum á honum að halda og hollusta hans er slíkt, að hann sló til. Schumacher gefst ekki upp á gömlum vinum í vanda, sem báðu hann um hjálp eftir óhapp Massa", sagði Montezemolo.

Sjá brautarlýsingu frá Valencia á Spáni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×