Fótbolti

Arnar Darri fékk 20 mínútur gegn Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar

Hinn átján ára Arnar Darri Pétursson lék síðustu tuttugu mínúturnar í marki norska liðsins Lyn í æfingaleik gegn Liverpool í dag.

Enska stórliðið vann leikinn 2-0 en þannig var staðan þegar Arnari Darra var skipt inn á og hélt hann því hreinu. Það reyndi reyndar ekki mikið á Arnar þann tíma sem hann lék.

Fyrr í vikunni lék þessi efnilegi markvörður sinn fyrsta leik fyrir aðallið Lyn í norsku úrvalsdeildinni. Andriy Voronin og David N`Gog skoruðu mörk Liverpool í dag.

Byrjunarlið Liverpool: Cavalieri, Dossena, San Jose Dominguez, Kelly, Johnson, Babel, Spearing, Leiva, Kuyt (f), Voronin, Ngog. (Á bekknum: Gerrard, Degen, Sanchez Ayala, Riera, Benayoun, Plessis, Insua, Gulacsi, Torres, Mascherano, Carragher)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×