Innlent

Kruzenshtern verður í Reykjavík næstu daga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skipið er glæsilegt eins og sést á mynd frá rússneska sendiráðinu.
Skipið er glæsilegt eins og sést á mynd frá rússneska sendiráðinu.
Hið fræga rússneska skip Kruzenshtern mun liggja við höfnina í Reykjavík dagana 6. - 9. ágúst næstkomandi. Skipið mun koma til Íslands, meðal annars til að fagna því að 65 ár eru liðin frá lokum Seinni heimstyrjaldarinnar. Krusenstern er fjögurra mastra skip sem var byggt í Bremerhaven-Wesermünde í Þýskalandi árið 1926.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×